Finndu þinn lífskraft:

Lífskraftur

Snjódrífurnar standa að baki átakinu Lífskraftur en markmiðið er að safna fyrir krabbameinstengdum verkefnum og hvetja til útvistar. Þann 7. október munu um 130 konur taka þátt í Leggöngunni til stuðnings Lífskrafti. Markmið Leggöngunnar er að safna fyrir eggheimtuaðgerðum og sálfræðimeðferð fyrir fólk sem þarf að takast á við ófrjósemi eftir krabbameinsmeðferð en árlega greinast um 80 einstaklingar með krabbamein á barneignaraldri.

Snjódrífurnar þveruðu Vatnajökul árið 2020 og gengu í krafti 130 kvenna upp á Kvennadalshnúk árið 2022. Lífskraftsgöngur árið 2022 voru smærri í sniðum en þá var gengið víða um land, meðal annars á Akrafjall, Snjófríð og Súlur. Samtals hafa safnast 25 milljónir króna. Á árinu 2023 leiddu Snjódrífurnar 120 kvenna Leggöngu á hálendi Íslands einnig voru seldar svokallaðar Leggöngupeysur í samstarfi við 66°Norður . Allur ágóði rann til Lífskrafts. Hægt er að styðja við átakið með því að leggja inn á reikn­ing 0133-26-002986, kt. 501219-0290, eða með AUR app­inu í síma 789 4010.

 
 
 

 

legganga-facebook-cover@2x.png
 

Sirrý

Sirrý stofnaði Lífskraft ásamt Snjódrífunum til að fagna þeim tímamótum að hafa sigrast á krabbameini en hún greindist með leg­hálskrabba­mein 2010 og aft­ur 2015. Sirrý hefur fundið sinn lífskraft á fjöllum og vil hvetja fólk um land allt til að fara út að ganga og upplifa orkuna frá náttúrunni sem hún telur vera heilandi. Lífskraftur heldur úti síðunni Lífskraftur og Minn lífskraftur á Facebook.

 
 

Lífskraftsgöngur Snjódrífa

Snjódrífurnar hafa staðið fyrir Lífskraftsgöngum til að safna áheitum fyrir krabbameinstengd verkefni, stuðla að vitundarvakiningu og að hvetja fólk til útivistar. Að ganga upp á fjall og berjast við krabbamein eru ólíkar áskoranir, en hvort tveggja eru leiðangrar  sem eiga það sameiginlegt að til þess að sigrast á þeim þarf að taka eitt skref í einu. Með göngunni yfir Vatnajökul og upp á hæsta tind landsins vildi Sirrý sýna á táknrænan hátt að hægt er að leysa úr erfiðum verkefnum ef hlúð er vel að huga og líkama og tekið er eitt skref í einu. Snjódrífur vilja hvetja fólk að fara í sínar eigin lífskraftsgöngur. Snjódrífurnar þveruðu Vatnajökul frá vestir til austurs um 160 km leið til styrktar Lífskrafti árið 2020. Árið 2021 gengu Snjódrífurnar í krafti 126 kvenna upp á hæsta tind landsins Hvannadalshnjúk, eða Kvennadalshnjúk eins og hann var kallaður í þeim leiðangri. Árið 2022 vor Lífskraftsgöngur smærri í sniðum víða um land, meðal annars á Akrafjall, Súlur og Sjónfríð á Glámuhálendi.Snjódrífurnar skipa auk Sirrýar; Vil­borg­ Arna Gissurardóttir og Bryn­hild­ar Ólafsdóttir, Anna Sig­ríður Arn­ar­dótt­ir, Birna Braga­dótt­ir, Heiða Birg­is­dótt­ir, Anna Kristín Kristjánsdóttir, Bára Mjöll Þórðardóttir, Hulda Bjarnadóttir, Hólm­fríður Vala Svavars­dótt­ir, Hulda Hjálm­ars­dótt­ir, Kar­en Kjart­ans­dótt­ir, Soffía S. Sig­ur­geirs­dótt­ir og Þórey Vil­hjálms­dótt­ir Proppé.

 
 

Minn lífskraftur

Snjódrífur hvetja konur og karla um land allt til að ganga og taka þátt í Lífskraftsgöngu í sinni heimabyggð og finna sinn eigin lífskraft. Segðu okkur hvar þú finnur þinn lífskraft á Minn lífskraftur á Facebook. https://www.facebook.com/groups/minnlifskraftur/

 
 

LEGGANGAN - 2023

Snjódrífur ganga í krafti 130 kvenna Leggöngu á hálendinu til styrktar Lífskrafti. Skráning í gönguna er á FB síðu átaksins https://www.facebook.com/lifskraftur2020

 
 

Við söfnum fyrir!

Þann 7. október munu um 130 konur taka þátt í Leggöngunni sem Snjódrífur standa fyrir til stuðnings Lífskrafti. Markmið Leggöngunnar er að safna fyrir eggheimtuaðgerðum og sálfræðimeðferð fyrir fólk sem þarf að takast á við ófrjósemi eftir krabbameinsmeðferð en árlega greinast um 80 einstaklingar með krabbamein á barneignaraldri. Auk þess verða svokallaðar Leggöngupeysur seldar til styrktar verkefninu í samstarfi við 66North Ágóði söfnunarinnar rennur til Lífskrafts sem hefur það markmið að safna áheitum fyrir krabbameinstengd verkefni og um leið minna á mikilvægi útivistar og sjálfseflingar í endurhæfingu eftir veikindi.

Hægt er að styðja við Lífskraft með þvi að leggja inn á reikning 0133-26-002986, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010.

Ef þú ert hjá Nova og Símanum þá er hægt að senda SMS í símanúmerið 1900

● Sendið textann LIF1000 fyrir 1.000 kr.

● Sendið textann LIF3000 fyrir 3.000 kr.

● Sendið textann LIF5000 fyrir 5.000 kr.

● Sendið textann LIF10000 fyrir 10.000 kr.

#Lífskraftur #Snjódrífur #66north

 
 
Untitled-3.jpg

Eliza Reid forsetafrú Íslands

Ég hvet allar konur til þess að ganga í krafti kvenna um land allt, finna sinn eigin lífskraft uppi á fjöllum eða meðfram sjónum og alls staðar þar á milli! Við þekkjum flest eða öll einhvern sem glímt hefur við krabbamein og vitum hversu brýnt það er að njóta samstöðu og samkenndar. Ég er stolt af því að styðja við þetta verkefni og hvet alla, sem á því hafa tök, að gera það líka.

 

 

Bakhjarlar Lífskrafts


Það er gríðarlega mikilvægt að fá stuðning frá öflugum bakhjörlum í svona stóru verkefni eins og Lífskraftsverkefnið er.

66°Norður - hefur framleitt skjólfatnað fyrir veðurfar á norðurslóðum í 90 ár og þekkir því vel aðstæður og veðurskilyrði á jökli. Góður skjólfatnaður skiptir höfuðmáli í svona leiðangrum. 66° Norður er aðalbakhjarl Lífskrafts og styður Lífskraftsgöngur Snjódrífa.

Lífskraftur í samstarfi við 66°Norður standa á bak við sölu á Leggöngupeysum til styrktar átakinu. Hægt er að kaupa Leggöngupeysuna í vefverslun 66°Norður.

Feel Iceland er nýsköpunarfyrirtæki, stofnað af tveimur íslenskum konum sem vildu nýta sjávarafurðir sem féllu til, í hágæða kollagenvörur. Feel Iceland sérhæfir sig í hreinum og áhrifaríkum kollagen fæðubótaefnum, unnum úr íslensku fiskroði.

Lífskraftur í samstarfi við Feel Iceland standa á bak við sölu á Feel Iceland kollageni til styrktar átakinu. Hægt er að kaupa Feel Iceland kollagenið og styrkja þannig verkefnið með því að senda tölvupóst á lifskraftur2020@gmail.com með upplýsingum um þá vöru sem þið viljið kaupa (Amino Marine duft og/eða Joint Rewind hylki) ásamt nafni, heimilisfangi og símanúmeri. Í kjölfarið er hægt að ganga frá greiðslu í gegnum AUR í síma 7894010 eða með millifærslu á 0133-26-002986 kt.501219-0290.

  • Amiono Marine Collagen á 6000 kr.

  • Joint Rewind hylki á 6000 kr.

Allur ágóði sölunnar af Leggöngupeysunum og Feel Iceland kollageninu rennur til Lífskrafts sem hefur það markmið að safna áheitum fyrir krabbameinstengd verkefni og að minna á mikilvægi útivistar og sjálfseflingar í endurhæfingu eftir veikindi.

 

Samstarfsaðilar

Everest útivistarverslunin er samstarfsaðili Lífskrafts. Jöklabúnaður Snjódrífanna fæst í Everest.

Skráning

Sendu okkur upplýsingar um þína Lífskraftsgöngu ásamt mynd og segðu okkur þína sögu. lifskraftur2020@gmail.com

stuðningur

Stuðningur þinn skiptir máli - Hægt er að styðja við Lífskraft með því að leggja inn á reikning 0133-26-002986 - kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010.