Bakhjarlar Lífskrafts

 
 

66°Norður

66° Norður hefur framleitt skjólfatnað fyrir veðurfar á norðurslóðum í 90 ár. Með því að styðja við Lífskraftsgöngur á Vatnajökul og upp á Hvannadalshnúk fær félagið tækifæri til að prófa skjólfatnað sinn við erfið veðurskilyrði á jöklinum og jafnframt að koma mikilvægum umhverfisskilaboðum á framfæri er varða áhrif loftslagsbreytinga á íslensku jöklana. 66°Norður er umhugað um jöklana og vil leggja sitt af mörkum í barráttunni við loftslagsbreytingar. Það hefur ávallt verið markmið félagsins að framleiða fatnað með sjálfbærni að leiðarljósi og vinnur eftir hringrásarkerfi í framleiðslunni. 66°Norður horfir til heildrænna áhrifa af starfseminni og vinnur að því að finna leiðir til að draga úr neikvæðum áhrifum.

Skoða vefsíðu 66°Norður
 

FEEL ICELAND

Feel Iceland er nýsköpunarfyrirtæki, stofnað af tveimur íslenskum konum sem vildu nýta sjávarafurðir sem féllu til, í hágæða kollagenvörur. Feel Iceland sérhæfir sig í hreinum og áhrifaríkum kollagen fæðubótaefnum, unnum úr íslensku fiskroði.

Skoða vefsíðu Feel Iceland